Algengar spurningar

Hér höfum við safnað saman nokkrum spurningum sem við fáum reglulega.

Spurning: Hversu gamlir þurfa nemendur að vera til fá inngöngu í Tónsali?

Svar: Þau yngstu sem til okkar hafa komið eru 7-8 ára þegar þau hefja nám í gítar- eða píanóleik. Miðum við við að þau séu aðeins eldri sem koma í trommur eða rafbassa, eða 11-12 ára. Það er vegna þess að þau hafa í raun ekki líkamlegt atgerfi til að hafa vald á þeim hljóðfærum.

Spurning: Hver er munurinn á námi og námskeiði?

Svar: Munurinn er aðallega fólgin í því að í námi stundar nemandi viðurkennt nám sem lýkur með prófum. Þar að auki er námið hugsað sem samfellt yfir skólaárið, en skiptist í tvær annir. Námið gerir meiri kröfur til nemandans um að stunda námið af áhuga og metnaði. Námskeið stendur yfirleitt aðeins í 8. vikur, nema ef um annað sé tekið fram. Námskeið lýkur ekki með prófum né heldur nemendatónleikum. Byjendum stefnum við á námskeið. Þar gefst nemendum tækifæri til þess að kynnast hljóðfærinu og sjá hvort áhugi sé fyrir því að halda áfram í nám.

Spurning: Er hægt að mæta í einn prufutíma fyrst til þess að finna út hvort nemandinn hafi í raun áhuga fyrir að læra á hljóðfærið?

Svar: Nei, foreldrar og nemendur verða að vera búinn að finna það út sjálf heima hvort raunverulegur áhugi sé fyrir því að læra á hljóðfærið. Pláss í tónlistarskólum er takmarkað, því þarf sá sem skráir sig og hefur nám að greiða fyrir allt námskeiðið þar sem ekki er hægt að bjóða öðrum nemanda að mæta þegar námskeið er þegar hafið.

Spurning: Er hægt að skipta greiðslum?

Svar: Já, við bjóðum uppá kortalán Vísa og Eurocard. Ganga þarf frá greiðslum þegar barn mætir í fyrsta tíma í námskeið. Foreldrar þeirra nemanda sem stunda nám í Tónsölum, fá senda heim greiðsluseðla. Ef þeir óska eftir að fá að skipta greiðslum með kreditkorti, þurfa þeir að koma til okkar á skrifstofu skólans við fyrsta tækifæri og ganga frá greiðslum. Ógreidd kennslugjöld eru send til innheimtu hjá Momentum.

Spurning: Komast fullorðnir að í Tónsölum?

Svar: Fullorðnir komast ekki að í námi hjá okkur. Boðið er uppá námskeið ætlað fullorðnum. Þessi námskeið köllum við partígítarnámskeið og leikskólagítarnámskeið. Einnig í einstaka tilfellum tökum við inn fullorðna inn í trommunámskeið og rafbassanámskeið.

Spurning: En ég kann ekkert á gítar, hef ég þá eitthvað erindi í partí eða leikskólagítarnámskeið?

Svar: Já, þessi námskeið eru ætluð fyrir byrjendur. Byrjað er að fara í grunnatriði eins og að stilla gítar og þess háttar og einföldustu gítargripinn kennd.

Spurning: Er leikskólagítarnámskeiðið einungis fyrir lærða leikskólakennara?

Svar: Nei alls ekki, námskeiðið er í raun opið öllum þeim sem vilja læra að spila fyrir fjöldasöng barna, hvort sem fólk er lærðir leikskólakennara, leiðbeinendur á leikskólum eða bara foreldrar sem vilja spila á gítar fyrir sín börn.

Spurning: Niðurgreiða stéttarfélög námskeiðin?

Svar: Sum stéttarfélög niðurgreiða námskeið fyrir sitt félagsfólk, athugið hjá ykkar stéttarfélagi hvernig staðan er þar.