Algengar spurningar

Hér höfum við safnað saman nokkrum spurningum sem við fáum reglulega.

Hversu gamlir þurfa nemendur að vera til fá inngöngu í Tónsali?

Þau yngstu sem til okkar hafa komið eru 7-8 ára þegar þau hefja nám í gítar- eða píanóleik. Miðum við við að þau séu aðeins eldri sem koma í trommur eða rafbassa, eða 11-12 ára. Það er vegna þess að þau hafa í raun ekki líkamlegt atgerfi til að hafa vald á þeim hljóðfærum.

Hver er munurinn á námi og námskeiði?

Munurinn er aðallega fólgin í því að í námi stundar nemandi viðurkennt nám sem lýkur með prófum. Þar að auki er námið hugsað sem samfellt yfir skólaárið, en skiptist í tvær annir. Námið gerir meiri kröfur til nemandans um að stunda námið af áhuga og metnaði. Námskeið stendur yfirleitt aðeins í 8. vikur, nema ef um annað sé tekið fram. Námskeið lýkur ekki með prófum né heldur nemendatónleikum. Byjendum stefnum við á námskeið. Þar gefst nemendum tækifæri til þess að kynnast hljóðfærinu og sjá hvort áhugi sé fyrir því að halda áfram í nám.

Er hægt að mæta í einn prufutíma fyrst til þess að finna út hvort nemandinn hafi í raun áhuga fyrir að læra á hljóðfærið?

Nei, foreldrar og nemendur verða að vera búinn að finna það út sjálf heima hvort raunverulegur áhugi sé fyrir því að læra á hljóðfærið. Pláss í tónlistarskólum er takmarkað, því þarf sá sem skráir sig og hefur nám að greiða fyrir allt námskeiðið þar sem ekki er hægt að bjóða öðrum nemanda að mæta þegar námskeið er þegar hafið.

Er hægt að skipta greiðslum?

Fyrirkomulag á greiðslum er þannig að stofnuð er krafa í svokallaðri greiðslugátt. Hlekkur á greiðslugáttina er á heimasíðu skólans. Greiðslugáttinn er sjálfsafgreiðslukerfi þar sem greiðandinn getur hagað greiðslum eins og hentar honum best. Hægt er að greiða í einni greiðslu, skipta greiðslum á nokkra gjalddaga með bæði kreditkorti eða greiðsluseðlum og ráðstafa frístundastyrk frá Kópavogsbæ. Gefin er út ákveðinn gjalddagi þannig að til þess að nýta sér greiðsluskiptingar og frístundastyrk þarf greiðandi að vera búinn að framkvæma það greiðslufyrirkomulag sem hann óskar eftir fyrir gjalddagann, sem er gefin út á hverju skólaári. Eftir þann gjalddaga er sendur út greiðsluseðill fyrir heildarupphæð og er þá ekki hægt að nýta sér greiðsluskiptingar eða ráðstöfun á frístundastyrk.

Komast fullorðnir að í Tónsölum?

Börn og unglingar ganga fyrir í nám í Tónsölum. Í undartekningartilfellum þegar ekki hefur tekist að fylla í pláss með börnum eða unglingum, höfum við boðið fullorðnum umsækjendum skólapláss.

Hvað með þegar margir lögbundnir frídagar lenda á þeim vikudögum sem nemandi sækir tíma, er það bætt upp?

Skóladagatalið er stillt þannig upp að nánast jafnmargir kennslutímar eru á hverjum vikudegi yfir allt skólaárið þannig allir nemendur ættu að fá jafnmarga kennsludaga yfir skólaárið, óháð á hvaða vikudegi þeir eru í tímum.

Ef það vakna upp frekari spurninga getið þið haft samband hér.