Brynhildur Oddsdóttir

Kennari

Brynhildur Oddsdóttir
Gítar og tónfræðigreinar
StaðsetningTónsalir

Ágrip

Brynhildur hóf tónlistarnám sitt í Nýja tónlistarskólanum þar sem hún lærði á fiðlu og tók þar 5. stig. Hún hóf síðar söngnám við sama skóla. Á árunum 2000-2002 stundaði hún nám við Hólaskóla og lauk þaðan tamningamannaprófi árið 2002. Brynhildur lauk BA námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands árið 2011 og lauk einnig burtfararprófi í klassískum söng sama ár eftir að hafa lært hjá Signýju Sæmundsdóttur í Nýja Tónlistarskólanum og Elísabetu Erlingsdóttur í Listaháskólanum. Einnig hefur hún lokið 6.stigi í jazzsöng og 4.stigi á rafgítar við Tónlistarskóla FÍH. Árið 2010 stofnaði Brynhildur hljómsveitina Beebee and the bluebirds. Þau hafa komið víða fram meðal annars á Blúshátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Drangey Music Festival, fyrir Iceland Naturally hefur hún komið fram á tónleikum Reykjavik Calling m.a í Boston, Chicago, Edmonton, Montréal, Portland. Þau eru að leggja lokahönd á aðra plötu sína.