Hafdís Pálsdóttir

Upphaf skólaárs

Góðan dag og gleðilegt nýtt skólaár! Föstudaginn 24. ágúst verður töflugerðardagur í skólanum og mánudaginn 27. ágúst hefst svo kennsla með hefðbundnum hætti. Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra og nemenda í tölvupósti þegar nær dregur. Við hlökkum til samstarfsins í vetur! Sumarkveðjur.

Vortónleikar og þemadagar

Vortónleikar Tónsala hófust með hljómsveitartónleikum þann 7.maí og koma til með að standa yfir alla vikuna. Þeim lýkur næstkomandi laugardag, þann 19.maí en sama dag hefst fyrsta námskeið þemadaganna. Þemað í ár er Kvikmyndatónlist og hér er hægt að nálgast námskeiðislýsingar.   

1. maí – Verkalýðsdagurinn

Minnum á að 1. maí er frídagur í Tónsölum. Gleðilegan verkalýðsdag!

Upphaf vorannar 2018

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og minnum á að kennsla hefst aftur samkvæmt hefðbundinni stundatöflu fimmtudaginn 4. janúar. Nemendur mæta á sama tíma og fyrir áramót nema annað hafi verið tekið fram af kennara.

Vegna veðurs.

Að ráðleggingu lögreglu er allri kennslu aflýst í Tónsölum í dag vegna veðurs. Verið er að loka Bæjarlindinni vegna hættu frá byggingasvæði.

Vegna veðurs 7. desember

Vegna veðurspár hefur verið ákveðið að leggja niður kennslu í Tónsölum eftir klukkan 16:00 og fresta jólatónleikum skólans sem áttu að fara fram klukkan 17:00 og 18:00. Fundinn verður nýr tími fyrir tónleika í samráði við þá kennara sem áttu að vera með tónleika í kvöld og tilkynning um nýja tímasetningu send út síðar.

Viðvörun vegna óveðurs á morgun

Veður­stofa Íslands hef­ur sent frá sér viðvör­un vegna óveðurs á land­inu á morg­un, 1. des­em­ber. Því viljum við benda foreldrum á að fylgjast vel með veðri og tilkynningum frá skólanum á heimasíðu skólans, facebook og twitter síðum skólans og einnig verða sendar tilkynningar í tölvupósti. https://www.facebook.com/Tonsalir Tweets by Tonsalir

Upphaf skólaárs 2015-2016

Næstkomandi mánudag, 24. ágúst, klukkan 15:00-18:00 verður töflugerðardagur í skólanum. Þá mæta nemendur og foreldrar í Tónsali til þess að hitta kennara og finna tímasetningu fyrir hljóðfæratíma vetrarins. Við bendum á að það er mikil vinna fyrir kennara að setja saman stundatöflu sem hentar öllum aðilum vel og gott er að mæta snemma til þess …

Upphaf skólaárs 2015-2016 Read More »

Þemadagar og opið hús

Í dag hefjast þemadagar hjá Tónsölum sem lýkur á föstudaginn með opnu húsi frá 16:00-18:00 þar sem gestum og gangandi er boðið að heimsækja skólann, spjalla við kennara og prufa ýmis hljóðfæri. Dagskrá þemadaga er eftirfarandi: Mánudagurinn 11. maí klukkan 15:00-18:00 Tónlist og hreyfing 7-10 ára nemendur (2005-2008) Lögð er áhersla á hlustun, hreyfingu, tónsköpun, …

Þemadagar og opið hús Read More »

Vegna veðurs

Vegna veðurs viljum við benda foreldrum á að fylgjast vel með veðri og senda börn ekki ein af stað til okkar fyrr en veðrið hefur gengið niður. Gert er ráð fyrir að kennsla verði með eðlilegum hætti í Tónsölum í dag en við sendum út tilkynningu ef breyting verður á.