Rafn Emilsson

Kennari

Rafn Emilsson
Gítar
StaðsetningTónsalir

Ágrip

Rafn hóf nám í klassískum gítarleik tíu ára gamall við tónlistarskóla Garðabæjar og lauk framhaldsprófi í rafgítarleik frá tónlistarskóla FÍH árið 2008. Að auki við tónlistarmenntun hefur hann lokið MSc gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands (2011) og viðbótardiplóma til kennsluréttinda (2012) frá sömu stofnun. Fyrsta hljómsveitin sem Rafn spilaði með var unglingahljómsveitin E.N.T. síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og hefur hann starfað við gítarleik og tónlistarkennslu frá 2005. Rafn hefur á þessum tíma komið að mörgum ólíkum verkefnum, gefið út sólóplötu, starfað með ýmsum tónlistarmönnum/hljómsveitum bæði á Íslandi og norðurlöndunum ásamt því að spila á tónlistarhátíðum bæði á Íslandi og víðar. Samhliða tónlistarkennslu hefur Rafn starfað við ýmis sálfræðistörf með áherslu á úrræði fyrir börn/ungmenni sem glíma við sértæka fælni, náms- og hegðunarvanda.