Stefán Henrýsson

Kennari

Stefán Henrýsson
Píanó
StaðsetningTónsalir

Ágrip

Stefán byrjaði níu ára að læra á píanó og orgel hjá Tónskóla Emils þar sem hann kynntist bæði einka- og hóptímakennslu. Lagði stund á klassískt nám í Tónlistarskólanum á Seltjarnarnesi sem og Nýja tónlistarskólanum hjá Jónasi Sen. Stefán er með burtfararpróf í píanóleik frá djazzbraut Tónlistarskóla Fíh, hefur stundað organista- söng- og kórstjórnarnám ásamt því að stunda nú Meistaranám í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Stefán hefur verið atvinnutónlistarmaður til fjölda ára, leikið með ýmsum landsfrægum hljómsveitum, kórum og tónlistarfólki, stjórnað upptökum, útsett og leikið inn á hljómplötur.