9 feb 2016

Skipulagsdagur/öskudagur

//
Athugasemdir0
Við viljum minna á að á morgun, miðvikudag 10.febrúar, sem er öskudagur, er skipulagsdagur hjá kennurum í Tónsölum. Það er því engin kennsla þann dag í Tónsölum.
7 des 2015

Vegna veðurs 7. desember

//
Athugasemdir0
Vegna veðurspár hefur verið ákveðið að leggja niður kennslu í Tónsölum eftir klukkan 16:00 og fresta jólatónleikum skólans sem áttu að fara fram klukkan 17:00 og 18:00. Fundinn verður nýr tími fyrir tónleika í samráði við þá kennara sem áttu að vera með tónleika í kvöld og tilkynning um nýja tímasetningu send út síðar.
1 des 2015

Vegna veðurs 1. des.

//
Athugasemdir0
Góðan dag. Eins og staðan er núna þegar komið er hádegi þá gerum við ekki ráð fyrir öðru en kennsla verði með eðlilegum hætti í Tónsölum. Beinum þó þeim tilmælum til foreldra og nemenda að fylgjast vel með breytingum á veðri. Við höfum að sjálfsögðu fullan skilning á því að nemendur verði heima í dag....
Lesa meira
30 nóv 2015

Viðvörun vegna óveðurs á morgun

//
Athugasemdir0
Veður­stofa Íslands hef­ur sent frá sér viðvör­un vegna óveðurs á land­inu á morg­un, 1. des­em­ber. Því viljum við benda foreldrum á að fylgjast vel með veðri og tilkynningum frá skólanum á heimasíðu skólans, facebook og twitter síðum skólans og einnig verða sendar tilkynningar í tölvupósti. https://www.facebook.com/Tonsalir https://twitter.com/Tonsalir
20 okt 2015

Skipulagsdagur og vetrarfrí

//
Athugasemdir0
Viljum minna nemendur og forráðamenn á að næstkomandi föstudag, 23.október, er skipulagsdagur hjá okkur í Tónsölum. Engin kennsla er þann dag, nema að kennarar hafi tekið annað fram. Minnum einnig á að næstkomandi mánudag og þriðjudag, 26 og 27 október eru vetrarfrí í Tónsölum. Þar fylgjum við eftir grunnskólum í bænum sem eru með vetrarfrí...
Lesa meira
17 ágú 2015

Upphaf skólaárs 2015-2016

//
Athugasemdir0
Næstkomandi mánudag, 24. ágúst, klukkan 15:00-18:00 verður töflugerðardagur í skólanum. Þá mæta nemendur og foreldrar í Tónsali til þess að hitta kennara og finna tímasetningu fyrir hljóðfæratíma vetrarins. Við bendum á að það er mikil vinna fyrir kennara að setja saman stundatöflu sem hentar öllum aðilum vel og gott er að mæta snemma til þess...
Lesa meira
11 maí 2015

Þemadagar og opið hús

//
Athugasemdir0
Í dag hefjast þemadagar hjá Tónsölum sem lýkur á föstudaginn með opnu húsi frá 16:00-18:00 þar sem gestum og gangandi er boðið að heimsækja skólann, spjalla við kennara og prufa ýmis hljóðfæri. Dagskrá þemadaga er eftirfarandi: Mánudagurinn 11. maí klukkan 15:00-18:00 Tónlist og hreyfing 7-10 ára nemendur (2005-2008) Lögð er áhersla á hlustun, hreyfingu, tónsköpun,...
Lesa meira
1 maí 2015

1. Maí.

//
Athugasemdir0
Góðan dag. Minnum á að 1.maí er frídagur í Tónsölum. Næsta vika er síðasta hefðbundin kennsluvika í skólanum. Þá fara einnig fram vortónleikar nemanda. Kennarar láta sína nemendur vita hvenær þeir spila á tónleikum. Vekjum athygli á að það er einnig hefðbundin kennsla alla vikuna.