11 maí 2015

Þemadagar og opið hús

//
Athugasemdir0
Í dag hefjast þemadagar hjá Tónsölum sem lýkur á föstudaginn með opnu húsi frá 16:00-18:00 þar sem gestum og gangandi er boðið að heimsækja skólann, spjalla við kennara og prufa ýmis hljóðfæri. Dagskrá þemadaga er eftirfarandi: Mánudagurinn 11. maí klukkan 15:00-18:00 Tónlist og hreyfing 7-10 ára nemendur (2005-2008) Lögð er áhersla á hlustun, hreyfingu, tónsköpun,...
Lesa meira
1 maí 2015

1. Maí.

//
Athugasemdir0
Góðan dag. Minnum á að 1.maí er frídagur í Tónsölum. Næsta vika er síðasta hefðbundin kennsluvika í skólanum. Þá fara einnig fram vortónleikar nemanda. Kennarar láta sína nemendur vita hvenær þeir spila á tónleikum. Vekjum athygli á að það er einnig hefðbundin kennsla alla vikuna.
27 mar 2015

Páskafrí

//
Athugasemdir0
Í dag, föstudag 27.mars, er síðasti kennsludagur í Tónsölum fyrir páskafrí. Kennsla hefst aftur í skólanum þriðjudaginn 7.apríl. Vekjum líka athygli á því að nú fer að styttast í annan endann á þessu skólaári, próf í skólanum fara síðan fram dagana 14-20. apríl. Kennarar láta nemendur sína vita nánar með tímasetningar á prófum þegar þar...
Lesa meira
10 mar 2015

Vegna veðurs

//
Athugasemdir0
Vegna veðurs viljum við benda foreldrum á að fylgjast vel með veðri og senda börn ekki ein af stað til okkar fyrr en veðrið hefur gengið niður. Gert er ráð fyrir að kennsla verði með eðlilegum hætti í Tónsölum í dag en við sendum út tilkynningu ef breyting verður á.
25 feb 2015

Vegna veðurs.

//
Athugasemdir0
Góðan dag. Vegna veðurs viljum við vekja athygli á því að eins og staðan er núna þegar þetta er skrifað kl 12, þá getum við ráð fyrir að kennsla verði með eðlilegum hætti í Tónsölum í dag. Við fylgjumst þó vel með ef veður breytist hér í dag. Þó viljum við að foreldrar og forráðamenn...
Lesa meira
20 feb 2015

Vetrarfrí

//
Athugasemdir0
Minnum alla nemendur og forráðamenn þeirra að næstkomandi mánudag og þriðjudag 23. og 24. febrúar eru vetrarfrí í Tónsölum. Þetta er sami tími og grunnskólar í Kópavogi taka sín vetrarfrí.
17 feb 2015

Öskudagur / Starfsdagur

//
Athugasemdir0
Minnum á að á morgun, miðvikudaginn 18. febrúar, er öskudagur og einnig starfsdagur í tónlistarskólanum Tónsölum. Því er engin kennsla í skólanum þann dag. Nota líka tækifærið til þess að minna á vetrarfrí sem verður næsta mánudag og þriðjudag, þann 23. og 24. febrúar. Það eru sömu dagar og grunnskólar í Kópavogi taka sín vetrarfrí.
2 jan 2015

Upphaf vorannar 2015.

//
Athugasemdir0
Vil byrja á því að óska öllum gleðilegs nýs ár með þakkir fyrir það gamla.   Skólastarfið í Tónsölum hefst aftur mánudaginn 5.janúar. Nemendur mæti áfram á þeim tímum sem skipulagðir voru fyrir áramót nema að kennari hafi tekið annað fram.   Vil einnig vekja athygli á að núna um áramótin tökum við upp nýtt...
Lesa meira
16 des 2014

Vegna veðurs.

//
Athugasemdir0
Þar sem veður er nú eins og það er, ekkert ferðaveður og óskað hefur verið eftir því frá almannamannavörnum að fólk haldi sig heima við, þykir okkur ekki annað skynsamlegt en að fella niður kennslu í dag, þriðjudaginn 16.desember. Foreldrar senda semsagt börn sín ekki í tónlistarkennslu í dag.