Kennsla

Gítar í tónlistarskóla

Söngur

Óhefðbundin kennsla með hefðbundnu ívafi þar sem nemendur kynnast röddinni sem hljóðfæri til hins ítrasta. Áhersla er lögð á að horfast í augu við óttann sem fylgir því að syngja, leyfa tilfinningum að flæða og læra að njóta hverrar stundar þegar sungið er. Notast er við sambland af klassískri tækni, CVT og leikhúsraddbeitingu. Söngur er …

Söngur Read More »

Gítar í tónlistarskóla

Trommur

Til að nám geti hafist á trommusett þarf nemandi að hafa líkamlega burði til að valda auðveldlega trommukjuðum og ná til gólfs með báðum fótum þegar setið er á trommustól. Það ættu ekki að vera vandkvæði á að nemendur frá u.þ.b. átta ára aldri geti hafið nám þó einhverjar málamiðlanir gætu þurft að koma til …

Trommur Read More »

Gítar í tónlistarskóla

Tónfræði

Í aðalnámskrá eru fleirtöluorðin tónfræði og tónfræðagreinar notuð sem samheiti yfir ýmsar greinar, svo sem tónfræði, hljómfræði, tónheyrn, tónlistarsögu, formfræði og kontrapunkt. Tölvunám tengt tónlist telst einnig til tónfræðanáms, hvort heldur tölvan er notuð til tónsköpunar, nótnaritunar, sem tóngjafi eða upptökutæki. Með hjálp tölvu gefast nemendum sífellt meiri möguleikar í þekkingaröflun, þjálfun, tónsköpun og tónlistariðkun. …

Tónfræði Read More »

Gítar í tónlistarskóla

Gítar

Nemendur læra nótnalestur, hljómalestur, spuna, spila eftir eyranu og rétta líkamsbeitingu þegar spilað er á gítarinn. Unnið er með ýmsar tónlistarstefnur, s.s. rokk, djass, fönk, klassík og blús allt eftir áhugasviði nemenda en þó í samráði við kennara. Ekki skiptir máli hvort nemandinn sé með kassa-, klassískan- eða rafgítar. Bara að hann sé sex strengja …

Gítar Read More »

Rafbassi Tónsalir

Rafbassi

Rafbassi er ungt hljóðfæri. Hann var fundinn upp á fjórða áratug síðustu aldar en komst fyrst í almenna notkun upp úr 1950. Rafbassinn er ómissandi í rokk-, popp- og blústónlist en einnig notaður nokkuð í djasstónlist.