Söngur

KennariEsther Jökulsdóttir
KenntÍ Tónsölum
StaðsetningBæjarlind 12 - Kópavogi
VerðSjá verðskrá

Söngnám hefur talsverða sérstöðu samanborið við hljóðfæranám. Hljóðfæri söngnemandans, röddin, er hverjum og einum gefin. Hún er hluti líkamans, einstök og óendurnýjanleg.

Nám í söng getur hafist þegar nemendur hafa náð líkamlegum þroska og raddir þeirra stöðugleika eftir breytingar gelgjuskeiðsins. Á undanförnum áratugum hefur meðalaldur byrjenda verið 16 til 18 ár en á síðustu árum hefur sá aldur færst neðar þar sem að raddþroski er mjög einstaklingsbundinn.

Mest áhersla er lögð á rytmíska tónlist eins og dægurlög, blús, djass og rokk söng. Einnig er lögð áhersla á að fást við textatúlkun, framburð og míkrófóntækni ásamt réttri raddbeytingu ofl.

Söngkennari skólans er: Esther Jökulsdóttir