Mikið um dýrðir síðasta skóladag í desember.

Síðasta skóladag fyrir jólafrí í desember var mikið um dýrðir í Tónsölum. Þá fengum við í góða gesti í heimsókn til okkar. Til okkur komu rithöfundanir Bergrún Íris Sævarsdóttir, Björk Jakopsdóttir og Gunnar Helgason og lásu upp úr bókum sem þau gáfu út á síðasta ári. Þetta var sérlega skemmtileg stund sem við munum án efna gera aftur síðar. Þá komu einnig til okkar tónlistarfólkið Magnús Jóhann Ragnarsson og Elín Hall. Þau ræddu við okkar nemendur um sína vegferð í tónlistinni og allt sem því við kemur. Heppnaðist þetta líka stórkostlega vel og munum við án efa halda áfram að taka á móti tónlistarfólki sem hefur látið að sér kveða til að ræða við nemendur Tónsala.