Gítar í tónlistarskóla

Gítar

Nemendur læra nótnalestur, hljómalestur, spuna, spila eftir eyranu og rétta líkamsbeitingu þegar spilað er á gítarinn. Unnið er með ýmsar tónlistarstefnur, s.s. rokk, djass, fönk, klassík og blús allt eftir áhugasviði nemenda en þó í samráði við kennara.

Ekki skiptir máli hvort nemandinn sé með kassa-, klassískan- eða rafgítar. Bara að hann sé sex strengja og í spilhæfu ástandi.

Margir gítarleikarar byrja að spila ungir að aldri og flestir nemendur geta notað venjulegan gítar frá tíu ára aldri. Til eru gítarar í barnastærð en þeirra er yfirleitt ekki þörf og það eru sjaldan vönduð hljóðfæri.

Gítarkennarar skólans eru: Brynhildur Oddsdóttir, Gestur Guðnason, Hróðmar Sigurðsson, Ingólfur Magnússon, Magni Freyr Þórisson, Vignir Ólafsson og Þröstur Jóhannsson.