Hafdís hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskóla Ísafjarðar sex ára gömul. Eftir það lá leið hennar í Listaháskóla Íslands þar sem hún lauk B.Mus gráðu í píanóleik og meistaragráðu í listkennslu. Hafdís hefur kennt tónfræði og píanóleik frá árinu 2003 og starfaði sem tónmenntakennari í grunnskóla 2011-2014. Auk píanósins hefur Hafdís lært á selló og söng.
hafdis@tonsalir.is
868 8012