Hildur Guðný Þórhallsdóttir

hildurgudny@tonsalir.is
6983263

Hildur Guðný nam klassískan píanóleik og jazzsöng við Tónlistarskóla FÍH.  Hún lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1998 og um haustið sama ár hóf hún störf sem tónfræðakennari við Tónlistarskóla FÍH. Hildur Guðný kennir í dag kennslufræði við tónlistarkennaradeild LHÍ og heldur þar utan um æfingakennslu ásamt því að kenna tónheyrn og hrynþjálfun í MÍT og FÍH.  Hrynþjálfunarfræðin lærði hún í Rytmisk Musikkonservatorium (RMC) í Kaupmannahöfn.

Hildur Guðný vinnur mjög mikið í verkefnum tengdum sköpunarþætti tónlistarkennslu og er einn af frumkvöðlum þess háttar kennslu á Íslandi.  Hún starfar sjálfstætt við skapandi tónlistarkennslu á öllum skólastigum í almennum skólum jafnt sem í tónlistarskólum. 

Hildur Guðný býður upp á “lifandi” fyrirlestra fyrir leik- og grunnskóla um mikilvægi tónlistar í starfi og aðferðir til að nýta hana í kennslu. Þar sem umræður og hópefli fer saman.  Hildur vinnur einnig með hópefli í skólum, fyrirtækjum og skemmtunum þar sem hún hristir saman hópa af öllum aldri, stærðum og gerðum með hrynþjálfun, trommuslætti, söng og dansi.