Páskafrí

Í dag, föstudag 27.mars, er síðasti kennsludagur í Tónsölum fyrir páskafrí. Kennsla hefst aftur í skólanum þriðjudaginn 7.apríl. Vekjum líka athygli á því að nú fer að styttast í annan endann á þessu skólaári, próf í skólanum fara síðan fram dagana 14-20. apríl. Kennarar láta nemendur sína vita nánar með tímasetningar á prófum þegar þar að kemur.

Við í Tónsölum viljum óska nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegra páska og vonum að allir eigi góða daga framundan í páskafríinu.