Píanó

pianostrakur

Píanó

Kennsla / Arndís Hreiðarsdóttir, Birna Kristín Ásbjörnsdóttir, Halldór Sveinsson, Elín Arnardótttir, Hafdís Pálsdóttir, Halldór Sveinsson, Kolbeinn Tumi Haraldsson, Esther Jökulsdóttir, Vignir Ólafsson, Kristófer Hlífar Gíslason, Ingólfur Magnússon.

Nemendur læra nótnalestur, hljómalestur, spuna, spila eftir eyranu og rétta líkamsbeitingu við píanóið. Unnið er með ýmsar tónlistarstefnur, s.s. rokk, djass, fönk, klassík og blús allt eftir áhugasviði nemenda en þó í samráði við kennara.

Í rytmískri tónlist er píanó mikið notað sem undirleikshljóðfæri og er einnig lögð sérstök áhersla á það. Yngstu nemendurnir eru sex til átta ára gamlir en nemendur á öllum aldri eru hvattir til að sækja um, hvort sem þeir eru byrjendur eða lengra komnir.

Píanódeildin hefur stækkað mikið á þeim stutta tíma sem skólinn hefur verið starfræktur og lengra komnum nemendum fjölgar ört.