Sigfús Örn Óttarsson

Sigfús hefur verið starfandi trommuleikari frá árinu 1982 þegar hann gekk til liðs við hljómsveitina Baraflokkinn frá Akureyri. Síðan þá hefur hann spilað með ýmsum listamönnum á tónleikum hérlendis sem erlendis, á böllum, inná plötur og í leikhúsum og eftirfarandi tónlistarfólk og hljómsveitir eru á meðal þeirra sem Sigfús hefur unnið með: Baraflokkurinn, Stjórnin, Gunnar Þórðarson, Jagúar, Mannakorn, KK band, Hljómar, Trúbrot, Geiri Sæm, Geirmundur Valtýsson, Big band Samúels J Samúelssonar, Strax, Dalí, Gammar, Bubbi Morthens, Björgvin Halldórsson, Guitar Islancio, Hljómsveit Björns Thoroddsen …Sigfús stundaði nám við Musicians Institute í Hollywood 2010 – 2012 og hefur starfað við afleysinga kennslu eftir að námi lauk.

fusiottars@gmail.com
852 5912