Upphaf skólaárs 2015-2016

17 ágú 2015

Upphaf skólaárs 2015-2016

//
Athugasemdir0

Næstkomandi mánudag, 24. ágúst, klukkan 15:00-18:00 verður töflugerðardagur í skólanum. Þá mæta nemendur og foreldrar í Tónsali til þess að hitta kennara og finna tímasetningu fyrir hljóðfæratíma vetrarins. Við bendum á að það er mikil vinna fyrir kennara að setja saman stundatöflu sem hentar öllum aðilum vel og gott er að mæta snemma til þess að tryggja sér hentugan tíma fyrir veturinn. Kennsla hefst síðan af fullum krafti þriðjudaginn 25. ágúst.

Næstu daga verða sendar út upplýsingar varðandi greiðslu skólagjalda.