Upphaf vorannar 2022

Góðan dag og gleðilegt árið.

Kennsla hefst aftur í Tónsölum á morgun, miðvikudag 5. Janúar. Gert er ráð fyrir að nemendur séu á sömu tímum og fyrir áramót nema kennari hefi tekið annað fram. Bóklegar greinar og samspil hefst svo næstkomandi mánudag, 10 janúar. 

Eins og væntanlega forráðamenn hafa tekið eftir í almennri umræðu, þá biðjum við um að börn séu ekki send til okkar í skólann ef vottur af einkennum er vart. Einnig að við séum látin vita ef nemandi sé í smitgátt eða sótthví. Kennarar geta alltaf notast við fjarkennslu í þeim tilfellum þannig að nemandi þurfi ekki að missa úr tíma.

Að því sögðu hlökkum við til við að takast á við krefandi vorönn, hér eru allir staðráðnir til að gera sitt besta.