Vegna veðurs.

Góðan dag.

Viljum vekja athygli á því að núna er mjög hvasst og því viljum við biðja fólk um að gæta sérstakar varúaðar þegar börn eru send til okkar í tónlistarskólann. Eins og staðan er núna þegar klukkann er rétt rúmlega 12. þá hefur götunni hér í Bæjarlind verið lokað vegna sérstaks hættuástands sem kemur til vegna byggingarkrana sem eru hér í götunni. Biðjum fólk því að fylgjast vel með veðri í dag. Ekki er gert ráð öðru eins og staðan er núna að kennarar verði hér til að taka á móti nemendum þangað til annað kemur í ljós.
Foreldrar meta sjálfir hvort þau senda börn sín í skólann, en mælum þó sterklega með að senda þau ekki ein gangandi.

Uppfært:

Lögreglan hefur gefið út viðvörun um að við eigum að yfirgefa húsið í Bæjarlind 12 vegna hættu á að byggingarkrani geti fallið á húsið. Kennsla mun því falla niður í dag af þeim sökum.