Vignir Ólafsson

Vignir hóf nám í tónlistarskóla FÍH árið 2006 og lauk þaðan burtfararprófi í jassgítarleik vorið 2013. Samhliða lauk hann námi í kennaradeild FÍH vorið 2012. Vignir hefur kennt í Tónsölum í nokkur ár, aðallega á gítar en einnig byrjendum á píanó. Hann hefur líka kennt nokkur námskeið í skólanum. Vignir hefur verið viðloðandi tónlist frá unga aldri og hefur starfað við tónlist samhliða málaraiðn og leikið með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina.

vignir.olafsson@gmail.com
895 8897