Arndís Hreiðarsdóttir

Arndís, eða Dísa, eins og hún er alltaf kölluð byrjaði að læra á píanó 8 ára gömul og áttaði sig fljótt að tónlist væri eitthvað sem hún myndi gera að ævistarfi. Hún stundaði nám í píanó- og þverflautuleik hjá Tónlistarskóla Garðabæjar á árunum 1985-1997. Um tvítugt hóf hún að spila á slagverk og trommur. Dísa útskrifaðist úr Kennaraháskóla Íslands árið 2003 sem tónmenntakennari, með íslensku og dönsku sem aukafög. Árið 2009 hóf hún nám í Listaháskóla Íslands, í tónsmíðum, þar sem hún lagði áherslu á á sviðslistatónlist og útskrifaðist þaðan með BA gráðu árið 2011. Dísa hóf svo mastersnámi í tónlist, í sama skóla og ústskifaðist þaðan árið 2014. Dísa hefur verið partur af íslensku tónlistarlífi, sem píanóleikari, trommari og söngkona um árabil og spilað með ýmsum hljómsveitum og listamönnum ásamt því að sinna sínu eigin sólóverkefni, Bláskjár. Dísa hefur kennt tónlist í grunnskólum, leikskólum, tónlistarskólum og á eigin vegum síðan 2003. Í dag kennir hún píanóleik hjá Tónsölum, ásamt því að kenna trommuleik fyrir Stelpur Rokka, sinnir sérkennslu og tónlistar- og jógakennslu á leikskólanum Hagaborg og vinnur að eigin tónlist og tónlistarflutningi bæði hér heima og erlendis.

disamarley@gmail.com
844 0663