Ólafur Kristjánsson

Hér kæmu upplýsingar um þig

Haustfrí

Heil og sæl. Við viljum minna alla okkar nemendur og forráðamenn á haustfrí sem er á morgun fimmtudag  26/10 og  á föstudag 27/10. Erum þar að fylgja grunnskólum í Kópavogi sem eru með sín vetrarfrí á sama tíma. Hafið það sem best í haustfríi!

Vegna kvennaverkfalls.

Tónlistarskólinn Tónsalir verður lokaður á morg­un vegna kvenna­verk­falls­ins sem hef­ur verið boðað á morg­un.  Með því að leggja niður störf sýnum við stuðning á þessum kvennréttindadegi. Við vonum að foreldrar og forráðamenn sýni þessu skilning og sýni einnig stuðning í verki.

1. Maí og vortónleikar.

Minnum á að á morgun er 1. mai sem er frídagur í Tónsölum líkt og annarsstaðar.  Það sem framundan er hjá okkur er að skipuleggja vortónleika. Kennara munu í næstu viku láta sína nemendur vita varðandi tónleikadag. Vortónleikavikan er svo dagana frá 8 – 14 maí. 

Starfsdagur og vetrarfrí.

Við minnum á að á morgun, miðvikudag 22. febrúar er starfsdagur í Tónsölum og því engin kennsla. Fimmtudag og föstudag 23 og 24 febrúar eru síðan vetrarfrí í skólanum og því engin kennsla þá. Erum við þá að fylgja eftir grunnskólnum í Kópavogi sem eru með sín vetrarfrí á sama tíma. 

Vetrarfrí

Góðan dag. Við viljum minna á að næstkomandi mánudag og þriðjudag, 24 og 25 október, eru vetrarfrí í Tónsölum. Erum við þar að fylgja eftir grunnskólum í Kópavogi sem eru með sín vetrarfrí á sama tíma.