Birna Kristín Ásbjörnsdóttir

Birna lauk klassísku framhaldsprófi á píanó árið 2012 frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar og hóf sama ár nám í rytmískum píanóleik í FÍH. Hún hefur sótt ýmis námskeið, masterclass hjá Víkingi Heiðar, djassnámskeið á Álandseyjum og fór í janúar 2018 til Dallas á alþjóðlega ráðstefnu fyrir djasskennara.
Hún hefur kennt píanóleik frá árinu 2010, verið undirleikari hjá kórum, útsett fyrir tónlistarhópa, samið lög fyrir leikrit og spilar opinberlega við ýmis tækifæri.  

birnakristina@gmail.com
781 9913