Gítarkennari

Þröstur Jóhannsson

Þröstur byrjaði ungur að læra á gítar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur spilað með hinum og þessum hljómsveitum. Hann hefur hljóðritað og leikið inná fjölda hljómplatna og hefur verið virkur lagasmiður og útsetjari fyrir þær hljómsveitir sem að hann hefur starfað í. Einnig hefur hann gert tónlist fyrir sjónvarp, kvikmyndir og unnið að hljóðmynd fyrir …

Þröstur Jóhannsson Read More »

Ingólfur Magnússon

Ingólfur lauk framhaldsprófi á bassa við Tónlistarskóla FÍH vorið 2008. Einnig lauk hann kennaradeild við sama skóla sama ár. Eftir það lá leið hans í Listaháskóla Íslands þar sem hann lauk B.A. gráðu í sígildum kvikmyndatónsmíðum vorið 2011. Ingólfur hefur kennt tónfræði-, samspils-, gítar- og bassakennslu frá árinu 2002. gollim@gmail.com861 4920

Gestur Guðnason

Gestur kenndi mestmegnis sjálfum sér á gítar frá 15 til 20 ára aldurs. Eftir það lá leið hans í klassískt gítarnám og því næst í tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands þar sem hann lauk einnig námi í kennslufræðum. Gestur er menntaður Suzukigítarkennari og hefur sérhæft sig í að kenna ungum börnum rytmíska tækni. Gestur hefur leikið …

Gestur Guðnason Read More »

Hróðmar Sigurðsson

Hróðmar Sigurðsson hefur verið að kenna á gítar frá árinu 2016. Hann lauk rytmísku tónlistarkennaraprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2016 og lauk burtfaraprófi á rafgítar árið 2017 einnig frá Tónlistarskóla FÍH. Hróðmar starfar einnig sem tónlistarmaður og hefur spilað við alls kyns tilefni Jazzmúsík með hinum og þessum og einnig unnið með hljómsveitum á borð …

Hróðmar Sigurðsson Read More »