Heil og sæl.
Það eru sannarlega skrítnir tímar hér hjá okkur, en við reynum okkar besta til þess að gera það besta í þessari stöðu.
Ennþá er kennsla hjá okkur en við höfum verið að færa kennslu sem mest yfir í fjarkennslu. Kennarar hafa verið í sambandi við sína nemendur til þess að koma því á. Með því vonum við að ekki komi rof í námsframvindu og stefnum við að því að halda fyrra plani og vera með prófaviku í næstu viku dagana 30-3. Apríl. Erum við að hugsa leiðir til þess að megnið af þessum prófum geti farið fram í gegnum netið. Ath. Ekki er hefðbundin kennsluvika þessa daga, nemendur taka einungis próf. Vil ég taka fram að þetta á við um vorpróf og stigspróf. Áfangapróf eins og grunnpróf og miðpróf er ekki í okkar höndum heldur er framkvæmd þeirra í umsjón Prófanefndar. Kennarar eru þessa viku að upplýsa sýna nemendur með framkvæmd prófa í næstu viku.
Ennþá eru þó nokkrir nemendur sem kjósa að koma til okkar í húsnæði okkar í Ögurhvarfi en við viljum biðja forráðamenn að takmarka umferð í húsnæði okkar og fylgja þeim ekki inn heldur bíða fyrir utan.
Að lokum segi ég að eins og gefur að skilja eru allir að reyna sitt besta í erfiðum aðstæðum, við höfum þá stefnu að hlífa nemendum okkar við umræðu um þetta ástand, fá sjálfsagt nóg af slíkri umræðu annarstaðar, því gott að geta gleymst sér um stund með tónlistinni. Að því sögðu má því benta á að núna er því kjöraðstæður til þess að taka upp hljóðfærið og nýta tímann til æfinga.
Með vinsemd og virðingu.