Halldór hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar 8 ára gamall og lærði þar bæði á píanó og fiðlu. Hann lauk B.A. gráðu í Menntun og miðlun árið 2011 og meistaragráðu í listkennslu árið 2016 frá Listaháskóla Íslands. Einnig hefur Halldór stundað nám í rytmískri tónlist við FÍH og Jazz-Schule Berlín. Halldór hefur starfað sem píanókennari frá árinu 2012 auk þess að kenna tónfræðigreinar. Hann er einnig starfandi tónlistarflytjandi og hefur komið fram með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönnum.
dorifidla@gmail.com
848 0525
