Páskafrí

Í dag, föstudag 3. apríl, er síðasti prófdagur fyrir páskafrí. Kennsla hefst aftur þriðjudag 14.apríl. Þá lítur allt út fyrir að við höldum áfram að kenna í fjarkennslu eins og við höfum verið að gera síðustu vikur.

Minni á að tilvalið er nýta þessa daga þegar við öll erum hvött til þess að halda okkur sem mest heima, til þess að taka upp hljóðfærið og æfa. Fátt sem gleður meira en tónlist núna þessa daga eins og ávallt.

Að því sögðu vil ég óska öllum gleðilegra páska og gleðilegra samvista heima fyrir.