Skólastefna

Skólastefna Tónsala

  • Að góð aðstaða sé til náms í öllum greinum í skólanum.
  • Að skólahúsnæði sé vel nýtt í þágu nemenda, foreldra og starfsfólks.
  • Að skólanum sé vel stjórnað í þágu nemenda, foreldra og starfsfólks.
  • Að skólinn sýni faglegt frumkvæði.
  • Að nemendum líði vel í skólanum og að sérhver einstaklingur nái góðum námsárangri með skólagöngu sinni.
  • Að gott samstarf sé við foreldra.
  • Að tillit sé tekið til ólíkra þarfa nemenda.
  • Að kennslan taki mið af markmiðum aðalnámskrár tónlistarskóla.
  • Að kennsluaðferðir séu fjölbreytilegar til að höfða til ólíkra nemenda og aðferða þeirra við nám.
  • Að kennsluhættir séu sveigjanlegir og byggi á traustum fræðilegum grunni.
  • Að það sé eftirsóknarvert fyrir nemendur að stunda nám í skólanum.
  • Að skólinn sé eftirsóttur vinnustaður fyrir framúrskarandi kennara.