Þorvaldur hóf nám í á trommur 1994 og lék með Lúðrasveit Vesturbæjar fyrst um sinn. Síðar færði hann sig yfir í Lúðrasveit Reykjavíkur og byrjaði að leika með hljómsveitum um aldamótin. Hann hóf nám í FÍH árið 2002 og fór að leika með ýmsum tónlistarmönnum og spilaði inn á þó nokkrar plötur. Hann hefur verið afleysingar trommari fyrir hljómsveitir eins og Hjaltalín, Retro Stefson, Mammút og Berndsen. Einnig lék hann með Ungfóníunni, Guðjón Rúdolf, Noise, Jóni Þór og mörgum fleiri, verið í húsbandi Grand Rokk og Priksins og hefur spilað á nokkrum tónleikaferðalögum um evrópu og Bandaríkin. Hann hefur kennt í Tónsölum frá árinu 2007 og hefur verið fenginn í afleysingakennslu í fjölmörgum tónlistarskólum.
thorvaldur@tonsalir.is
661 4181
