Þröstur Jóhannsson

Þröstur byrjaði ungur að læra á gítar í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur spilað með hinum og þessum hljómsveitum. Hann hefur hljóðritað og leikið inná fjölda hljómplatna og hefur verið virkur lagasmiður og útsetjari fyrir þær hljómsveitir sem að hann hefur starfað í. Einnig hefur hann gert tónlist fyrir sjónvarp, kvikmyndir og unnið að hljóðmynd fyrir leikhús. Þröstur er með diploma í hljóðvinnslu frá SAE Instidude London. Hann hefur kennt í Tónsölum frá 2007. Aðallega á gítar en einnig kennt nemendum á grunnstigi í rafbassaleik.

thjosturinn@gmail.com
695 6848