Tónsalir flytja.

Nú þegar skólaárinu er lokið viljum við þakka nemendum okkar og forráðamönnum þeirra fyrir skólarárið sem nú er lokið.

Þá er einnig rétt að kunngera að við lukum okkar síðasta skólaári í Bæjarlind 12. Skólinn flytur í sumar í nýtt og glæsilegt húsnæði í Ögurhvarf 4A. Þar munum við taka á móti nemendum okkar í haust í húsnæði sem verður sérhannað fyrir okkar starfsemi. Erfitt getur verið að ná í okkur í síma í sumar vegna þessara framkvæmda, en bendum við þá á tölvupóstfangið okkar tonsalir@tonsalir.is sem við munum svara póstum eins fljótt og hægt er.

Gleðilegt sumar.