Þessa dagana erum við á fullu við undirbúning komandi skólaárs. Kennsla hefst hjá okkur fimmtudaginn 27. ágúst. Áður en að kemur þarf að raða niður nemendum á sína tíma. Hefðin hefur verið að boða nemendur og forráðamenn til okkar í skólann til þess að hitta kennara og fá úthlutaðan tíma. Vegna þeirra stöðu sem er upp ætlum við að falla frá því og hafa háttinn á þannig að kennarar hafa samband við forráðamenn og nemendur til þess að úthluta tíma. Kennarar munu hafa samband í næstu viku frá mánudegi til miðvikudags.
Við horfum björt fram á næsta skólaár, reynslunni ríkari, tilbúinn til að takast á við óvæntar aðstæður ef til þess kemur.