Vegna nýjustu frétta.

Geri ráð fyrir að flestir hafi fylgst með þeim fréttum sem nú hafa verið í gangi síðustu dag. Nýjast í þeim efnum er samkomubann á samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman, og lokanir í framhalds- og háskólum. Við hér í Tónsölum erum við öllu búin ef komi til frekari lokana. Eins og staðan er í dag þegar þetta er skrifað föstudaginn 13. Mars, er ekki verið að gera ráð fyrir neinu rofi í starfssemi okkar. Tímar halda áfram eins og áður. Við höfum þó verið að undirbúa okkur undir slíkt rof í kennslu hjá okkur með útfærslu á fjarkennslu og þeim möguleikum sem slíkt bíður uppá, en eins og fyrr segir, gerum við ráð fyrir óbreittri starfssemi.

Hins vegar er það svo að einhverjir nemendur og foreldrar eru þegar í sótthví eða af öðrum ástæðum treysta sér illa til að mæta í tíma, einnig sem nú þegar hafa einhverjir skólar í Kópavogi þegar lokað vegna verkfalla. Í svoleiðis aðstæðum er hægt að notast við þá möguleika sem fjarkennsla býður uppá. Þá er æskilegt að foreldrar og kennarar komi sér saman um framhald kennslu og hvað hentar í hverju tilfelli. Hægt er að finna upplýsingar um netföng og símanúmer kennara á heimasíðu skólans.

Ég hef lagt fyrir kennara hér að láta nemendur þvo hendur með sápu fyrir hvern tíma einnig að nota spritt sem er hér á göngum og í stofum hjá okkur, munum við halda því áfram  og ágætt væri að foreldrar brýni nauðsyn handþvottar einnig fyrir börnum sínum.

Að því sögðu endurtek ég að hér er gert ráð fyrir óbreyttu starfi  þangað til önnur fyrirmæli koma.

Með óskum um góða helgi sem framundan er.