Eins og væntanlega flestir hafa heyrt þá er spáð aftakaveðri síðdegis á höfuðborgarsvæðinu í dag. Mælst hefur verið til þess að börn séu ekki ein á ferli eftir kl 13 í dag. Við viljum ekki taka neina óþarfa áhættu og því er ákveðið að fella niður kennslu í dag, þriðjudag 10.desember.
Þar af leiðandi verður tónleikum sem fyrirhugaðir eru í kvöld, frestað. tilkynnt verður síðar um nýja dagsetningu á þeim.