Nú líður að lokum haustannar 2024, aðeins lokametrarnir framundan. Næsta vika, 9-15 desember, verður undirlögð af nemendatónleikum hjá okkur í skólanum. Kennarar hafa nú þegar úthlutað nemendum sínum tónleikadegi og tímasetningu og ættu þið foreldrar fengið tölvupóst í þessari viku nú þegar.
Vekja skal athygli á því að þessi vika er einnig hefðbundin kennsluvika. Svo allir mæta í sína tíma eins og vanalega og vetrar-og jólatónleikar hefjast síðan í lok dags.
Vikan 16-18 desember klárum við haustönnina með smá uppbroti. Kennarar bjóða þá nemendum sínum til samverustundar og gera allskonar jólakósí og skemmtilegheit með sínum nemendum.
Miðvikudaginn 18 desember kl 18:00, fáum við til okkar góðan gest. Það er enginn annar en Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari. Ætlar hann að heimsækja okkur hingað á sal og vera með svokallað „gítar clinic“, þar sem hann mun spjalla og segja frá sínum tónlistarferli og auðvitað mun hann slá á létta Gítar-strengi í kjölfarið. Þráinn hefur undanfarin ár átt frábæran feril með hljómsveitinni Skálmöld og hefur einnig gert stórskemmtilega útvarpsþætti á Rás 2 sem heita Gítargrams.
Þessi viðburður er opin öllum og hvetjum við ykkur öll kæru nemendur að mæta, sama hvort þeir séu að læra á gítar eða annað hljóðfæri. Svo er um að gera að spyrja hann spurninga sem hann mun glaður svara. Foreldrar eru einnig velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Að þessum viðburði loknum tekur við jólafrí hjá okkur. Viljum við nýta tækifærið hér og óska öllum okkar nemendum og forráðamönnum gleðilegra jóla.