Innritun

Haft verður samband við umsækjaendur sem fá skólapláss í Tónsölum gegnum tölvupóst.

Skólapláss sem skólinn hefur til ráðstöfunar fyrir nýjar umsóknir eru mjög fá, þannig geta umsækjendur ekki endilega gert ráð fyrir að fá úthlutað plássi þrátt fyrir að senda inn umsókn í skólann.

Vakin er athygli þeirra sem sækja um nám í Tónsölum að umsækjendur sem eiga lögheimili utan Kópavogs þurfa að fá samþykki síns sveitarfélags fyrir umsókninni. Þetta á þó ekki við þá sem sækja um í námskeið.