Foreldar og nemendur eru vinsamlegast beðnir að kynna sér vandlega skólareglur hjá tónlistarskólanum Tónsölum.
- Nemendum ber að mæta stundvíslega í hljóðfæra- og hóptíma. Veikindi og aðrar fjarvistir ber að tilkynna til skrifstofu, af forráðamanni, eins tímanlega og unnt er.
- Kennara ber ekki að bæta upp fjarvistir nemanda t.d. vegna veikinda eða annara leyfa. Þurfi kennari að fella niður tíma af eigin ástæðum, ber honum að bæta nemandanum hann upp. Ef kennari forfallast vegna veikinda og forfallakennsla fæst ekki, fellur tíminn niður .
- Nemendum ber að ganga snyrtilega um og skal sú meginregla virt að skilja við á sama hátt og komið er að. Á það við um ofna, glugga, gluggatjöld, húsgögn, staðsetningu hljóðfæra og annað. Óheimilt er að flytja hljóðfæri eða húsgögn á milli stofa nema með leyfi starfsmanna skólans og skal þeim skilað aftur á sama stað. Verði nemandi uppvís að skemmdum á eigum skólans ber forráðamönnum að bæta skaðann.
- Nemandi sem þrátt fyrir aðvaranir vanrækir námið í fjórar vikur samfellt og boðar ekki forföll, telst vera hættur í námi.
- Forráðamönnum ber að ganga frá greiðslu skólagjalda áður en kennsla hefst.
- Jólafrí, páskafrí og aðrir frídagar fara eftir skóladagatali tónlistarskólanna. Frídagar frá grunnskólum vegna starfsdaga, ferðalaga o.þ.h. eru ekki frídagar í tónlistrarskólanum.