Mánudagur 18. desember

Nú fer senn að líða að lokum haustannar hjá okkur. Kennt er út þessa viku til föstudagsins 15 desember. Mánudaginn 18. Desember ætlum við að breyta aðeins til hjá okkur þannig að í stað hefðbundna„litlu jóla“ langar okkur til að bjóða nemendum okkar uppá samverustund hjá okkur. Við erum sérlega spennt fyrir því að tilkynna ykkur gestina sem munum koma til okkar þann dag. Við ætlum að bjóða uppá tvennskonar viðburði í salnum hjá okkur. Annars vegar kl 16 erum við með viðburð fyrir yngri aldurshópinn, sem til viðmiðunar er 6-11 ára, en þá munu Gunnar Helgason, Björk Jakobsdóttir sem eru bæði leikararar og rithöfundar og Bergrún Íris rithöfundur að koma hingað og lesa upp úr barnabókum sem þau eru að gefa út þessi jólin og eiga góða stund með krökkunum.

Kl 18 er önnur samverustund fyrir eldra aldursbilið. Þá munu þau Elín Hall tónlistar- og leikkona, og Magnús Jóhann tónlistarmaður koma og spjalla við nemendur okkar um sinn tónlistarferil og það sem þau hafa gert í sinni listsköpun. Elín hefur getið sér gott orð undanfarið í leiksýningunni 9 Líf í Borgarleikhúsinu og einnig í kvikmyndum eins og myndinni Lof mér að falla. Þá hefur hún gefið út tónlist sem hefur verið mikið spiluð í útvarpi undanfarin misseri. Magnús Jóhann hefur verið með okkar virkustu tónlistarmönnum undanfarið og varla svo að kveikt sé á sjónvarpi eða útvarpi nema hans tónlistar sé spiluð. Hann hefur verið samstarfsmaður margra okkar vinsælustu tónlistarmanna í dag eins og td. GDNR, Moses Hightower ásamt Elínu Hall og fjölmargra annarra sem og gefið út sínar eigin tónlist. Það er gaman að segja frá því að Magnús var einnig kennari hér við skólan fyrir nokkrum misserum og byrjaði sitt píanónám hjá einum af okkar kennurum hér í Tónsölum.

Þó svo þessir viðburðir séu hugsaðir fyrir yngra og eldra aldurshóp þá er það alls ekki heillagt þannig allir eru velkomnir á þá viðburði sem áhugi er fyrir.

Semsagt, kl 16 er það upplestur rithöfunda og kl 18 er það Magnús Jóhann og Elín Hall.

Búast má við að báðir þessir viðburðir standi yfir í uþb klukkutíma.

Eftir þann 18 des tekur svo við jólafrí.

Jólakveðjur