Kennsla hefst á nýju skólaári mánudaginn 28.ágúst. Áður en að því kemur erum við með töflugerðardag þar sem nemendur koma og hitta sýna kennara hér í skólanum og fá úthlutaðan tíma fyrir veturinn. Það verður miðvikudaginn 23. ágúst milli klukkan 16 og 18. Þess utan erum við þessa dagana að bæta nýjum nemendum inn hjá okkur. Ekki er of seint að senda okkur umsókn fyrir næsta skólaár, það er gert hér á heimasíðu okkar undir hlekknum „Innritun“ Eigum ennþá örfá pláss eftir á trommur, bassa og gítar.