Gítar

Gítar

Kennsla / Brynhildur Oddsdóttir, Gestur Guðnason, Hróðmar Sigurðsson, Ingólfur Magnússon, Vignir Ólafsson, Kristófer Hlífar Gíslason og Þröstur Jóhannsson.

Nemendur læra nótnalestur, hljómalestur, spuna, spila eftir eyranu og rétta líkamsbeitingu þegar spilað er á gítarinn. Unnið er með ýmsar tónlistarstefnur, s.s. rokk, djass, fönk, klassík og blús allt eftir áhugasviði nemenda en þó í samráði við kennara.

Ekki skiptir máli hvort nemandinn sé með kassa-, klassískan- eða rafgítar. Bara að hann sé sex strengja og í spilhæfu ástandi. Byrjendur læra rétta handstöðu og rétta setu með hljóðfærið

Margir gítarleikarar byrja að spila ungir að aldri og flestir nemendur geta notað venjulegan gítar frá tíu ára aldri. Til eru gítarar í barnastærð en þeirra er yfirleitt ekki þörf og það eru sjaldan vönduð hljóðfæri.