Rafbassi

Rafbassi

Kennsla / Ingólfur Magnússon og Ólafur Kristjánsson

Rafbassi er ungt hljóðfæri. Hann var fundinn upp á fjórða áratug síðustu aldar en komst fyrst í almenna notkun upp úr 1950. Rafbassinn er ómissandi í rokk-, popp- og blústónlist en einnig notaður nokkuð í djasstónlist.

Hann er grunnurinn sem heldur öllu saman og því mjög mikilvægur. Rafbassi hefur aðeins fjóra strengi í stað sex sem eru á gítar og því eru krakkar oft fljótari að ná tökum á bassanum heldur en gítarnum.

Kenndar eru fjölmargar tónlistarstefnur eins og t.d. rokk, blús, fönk og djass, allt eftir áhugasviði nemandans. Byrjendur læra rétta handstöðu og rétta setu með hljóðfærið. Einnig er farið í öll grunnatriði í bassaleik sem og að læra að spila eftir eyranu, nótnalestur og formskyn þroskað.