Trommur

trommur

Trommur

Kennsla: Þorvaldur Kári Ingveldarson.

Til að nám geti hafist á trommusett þarf nemandi að hafa líkamlega burði til að valda auðveldlega trommukjuðum og ná til gólfs með báðum fótum þegar setið er á trommustól. Það ættu ekki að vera vandkvæði á að nemendur frá u.þ.b. 10 ára aldri geti hafið nám þó einhverjar málamiðlanir gætu þurft að koma til fyrstu árin. Frá upphafi náms þarf nemandi að hafa til umráða trommusett, æfingaplatta og kjuða af heppilegri stærð og þyngd.

Byrjendur í trommuleik fara í gegnum grunnatriði við að spila á trommur, t.d. að sitja rétt, halda rétt á trommukjuðum o.s.frv. Síðan er farið í gegnum hina ýmsu trommutakta í flestum stílum t.d. rokk, popp, blús og fönk. Nemendur læra um takta og læra að lesa trommunótur, form á lögum og tækniæfingar.